PSP

"Tap" er rangnefni!

Það er skrýtið að orða þetta sem "tap" útgerðarfélaga. Gjaldeyrisvarnir eru til þess gerðar að mynda "tap" vegna gengissveiflna þegar "hagnaður" myndast vegna gengissveiflna annarsstaðar, og öfugt.

Nettó eru þau útgerðarfélög sem voru með virkar gjaldeyrisvarnir og gjaldeyrisjöfnuð í lagi þar af leiðandi hvorki að tapa né hagnast á veikingu krónunnar, enda kusu þau að festa gengi sitt á þeim tíma er varnirnar voru settar upp.

Gjaldeyrisvarnir virka að sjálfsögðu í báðar áttir.


mbl.is Útgerðir töpuðu á gengisvörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JPYISK

"Kaupþing greiddi ekki í gær 50 milljónir jena afborgun, um 56 milljarða íslenskra króna, af samúræja-bréfum sem bankinn gaf út árið 2006."

Síðan hvenær urðu 50 milljónir JPY að 56 MILLJÖRÐUM ISK?

Ég hélt að þessi kross stæði í c.a. 1,1 í dag?


mbl.is Samúræjaútgáfa að lokast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milljón - Milljarður - Billjón

Fréttamenn mbl VERÐA að ná þessu á hreint ef þeir ætla að tjá sig um ástand fjármálamarkaða í dag.

1 milljón er þúsund þúsundir

1 milljarður er þúsund milljónir

1 billjón er þúsund milljarðar

Rúsínan í pylsuendanum: "Útlensk" billjón er Íslenzkur milljarður. Takk og pent!


mbl.is Billjón evra björgunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö hundruð og tuttugu þúsund milljarðar ISK?

"Talið er að fellibylurinn hafi ollið skemmdum fyrir um átta þúsund milljarða Bandaríkjadala í Bandaríkjunum."

8.000.000.000.000 - Átta þúsund milljarðar USD?

720.000.000.000.000 - Sjö hundruð og tuttugu þúsund milljarðar ISK?

Hér grunar mig að  blaðamaður mbl hafi ruglast við þýðingu á frétt erlendrar fréttaveitu og það væri ekki í fyrsta skiptið... "íslenzk" billjón er ekki sama og "útlenzk" billjón.


mbl.is Bush ræðir björgunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband